Landbúnaðarkerfið – broddur á barka þjóðarinnar Þröstur Ólafsson skrifar 13. september 2014 07:00 Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun