Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 2. desember 2025 08:30 Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar