Óæðri berin Sara McMahon skrifar 16. september 2014 10:45 Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar