Fiff og feluleikir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. september 2014 09:30 Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun