Lækkun ofurtolla, vanmetin mótvægisaðgerð Þórólfur Matthíasson skrifar 18. september 2014 07:00 Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun