Vegagerðin áfrýjar úrskurði Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2014 08:00 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna veglínunnar. Mynd/Egill Aðalsteinsson Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00