Lendir skulu lög setja Þröstur Ólafsson skrifar 30. september 2014 08:54 Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar til sveitanna. Upprunnin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar. Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við erfitt með að gera greinarmun á landbúnaðarkerfinu og bændum. Gagnrýni á kerfið er tekin sem árás á bændur. Þar með er umræðunni lokið. Annað sem gerir umræðuna örðuga er hve kerfið er tyrfið. Aðeins sérfróðir kunna full skil á gangverki þess. Þeim er innanhandar að finna veikleika í málflutningi annarra. Margar forsendur þess eru fljótandi og því auðvelt að benda á að tiltekinn útreikningur sé á misskilningi byggður. En landbúnaður er atvinnugrein og við verðum að geta rætt starfsskilyrði hennar af skynsamlegu viti. Það er oft stutt úr særðu rökþroti í ofstopa. Það er ekki langt síðan forystumaður úr bændastétt krafðist þess af háskólarektor að prófessor, sem lagði út af opinberum tölum um landbúnað, yrði rekinn. Hækkandi fjárframlög Gangverk landbúnaðarins hvílir á tveimur heimildarlögum. Önnur fjalla um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en hin, búnaðarlögin, um framlög ríkisins til ýmissa verkefna. Á grundvelli þessara heimildarlaga semja ráðherrar við Bændasamtökin. Íslenskri stjórnsýslu í landbúnaðarmálum hefur vísvitandi ætíð verið haldið svo veikri að samtök bænda sáu bæði um að móta innihald samninganna og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Stundum var sagt að Bændasamtökin semdu við sig sjálf. Það var því að vonum að ný ríkisstjórn drægi landbúnaðinn út úr stóru sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti, til fyrra horfs. Innan öflugra ráðuneytis hefði sjálfsafgreiðslan getað orðið örðugri. Samningarnir eru gjarnan til nokkurra ára og taka oftast árlegum hækkunum auk vísitölutryggingar. Þegar fjárlagafrumvarp er samið eru niðurstöðutölur úr samningunum settar þar inn og Alþingi er áhorfandi. Mjög hagkvæmt fyrirkomulag. Búvörusamningarnir eru því aldrei ræddir á Alþingi og ég hygg að fæstir þingmanna hafi lesið þá. Þannig er hækkun framlaga til verkefna fram til 2017 árlega um og yfir 4% auk verðlagsbóta. Á meðan heilbrigðiskerfið þarf að draga verulega saman seglin, Landspítalinn hrópar á hjálp, framhaldsskólar eru skornir niður, löggæslan er í fjárþröng og dregið er úr velferð þjóðarinnar, þurfa bændur ekki að óttast samdrátt, þökk sé samningum sem gerðir voru fyrir einhverjum árum. Þeir eru undanþegnir aðhaldsaðgerðum og niðurskurði. Hugtakið hagræðingarkrafa er óþekkt þar á bæjum. „ …þó ekki hóffjaðrir.“ Þegar við sem sátum í fyrstu skattsvikanefndinni (1983-1984) kölluðum Sigurbjörn heitinn Þorbjörnsson, þáverandi ríkisskattstjóra, á fund okkar og spurðum hann um skattalögin íslensku, hvort í þau vantaði eitthvert mikilvægt ákvæði, og vorum þá með hugann við verkefni nefndarinnar, svaraði hann: „Já, fyrsta grein skattslaganna hefur aldrei verið skrifuð. Hún ætti að hljóða: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara, skulu þau ekki gilda um bændur.“ Þó í orðum þessum lægi lúmsk kímni, þá segja þau mikið um stöðu bóndans í íslensku lagaumhverfi. Lög Íslands voru meira og minna sniðin að ýtrustu hagsmunum bændastéttarinnar. Skattalögin, svo dæmi sé tekið, voru það haganlega úr garði gerð, og án þess að mikið bæri á, að bændur sluppu að mestu. Það er t.d. afar snúið að finna hver séu laun bænda. Hvaða tala sem ekki er hagsmunagæslumönnum að skapi, er skotin í kaf með öðrum og „raunhæfari“ forsendum. Þá þekkjum við dæmið um vaskleysið á sölu laxveiðileyfa. Einhver hefur giskað á þar sé um 300-400 m.kr. að ræða. Afurðastöðvarnar eru undanþegnar samkeppnislögum, og þannig mætti halda áfram. Lendir og landleysingjar En hvernig stendur á því að ein stétt nær slíku tangarhaldi á einu þjóðfélagi? Við teljum okkur þó lifa í upplýstu, vestrænu jafnréttissamfélagi. Saga Íslands svarar því. Frá upphafi Íslandsbyggðar voru það stórbændur með aðstoð kirkjunnar manna, sem settu lög og umferðarreglur samfélagsins. Kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða var megineinkenni gamla bændasamfélagsins. Lög bönnuðu fasta búsetu við sjávarsíðuna og komu þannig í veg fyrir þéttbýlismyndun og samkeppni um vinnuafl. Barátta bænda gegn þurrabúðarfólki stóð allt fram undir aldamótin 1900. Þegar ekki var lengur hægt að sporna við þéttbýlismyndun, var samt hægt að skerða rétt þessa fólks. Það átti ekkert land og var því léttvægara en landeigendur. Með því að gera vægi atkvæða þeirra til þingkosninga minna en sveitafólks gátu efnabændur haldið áfram að móta meginlínur þjóðfélagsins. Þar skiptu viðskipta- og framleiðsluskilyrði landbúnaðarins mestu. Um leið og kræla tók á frjálslyndum sjónarmiðum í landbúnaðarmálum var brugðist við af festu og sett sérlög. Engin önnur atvinnugrein nýtur þeirra forréttinda að búa við sérlög um alla sína starfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar til sveitanna. Upprunnin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar. Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við erfitt með að gera greinarmun á landbúnaðarkerfinu og bændum. Gagnrýni á kerfið er tekin sem árás á bændur. Þar með er umræðunni lokið. Annað sem gerir umræðuna örðuga er hve kerfið er tyrfið. Aðeins sérfróðir kunna full skil á gangverki þess. Þeim er innanhandar að finna veikleika í málflutningi annarra. Margar forsendur þess eru fljótandi og því auðvelt að benda á að tiltekinn útreikningur sé á misskilningi byggður. En landbúnaður er atvinnugrein og við verðum að geta rætt starfsskilyrði hennar af skynsamlegu viti. Það er oft stutt úr særðu rökþroti í ofstopa. Það er ekki langt síðan forystumaður úr bændastétt krafðist þess af háskólarektor að prófessor, sem lagði út af opinberum tölum um landbúnað, yrði rekinn. Hækkandi fjárframlög Gangverk landbúnaðarins hvílir á tveimur heimildarlögum. Önnur fjalla um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en hin, búnaðarlögin, um framlög ríkisins til ýmissa verkefna. Á grundvelli þessara heimildarlaga semja ráðherrar við Bændasamtökin. Íslenskri stjórnsýslu í landbúnaðarmálum hefur vísvitandi ætíð verið haldið svo veikri að samtök bænda sáu bæði um að móta innihald samninganna og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Stundum var sagt að Bændasamtökin semdu við sig sjálf. Það var því að vonum að ný ríkisstjórn drægi landbúnaðinn út úr stóru sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti, til fyrra horfs. Innan öflugra ráðuneytis hefði sjálfsafgreiðslan getað orðið örðugri. Samningarnir eru gjarnan til nokkurra ára og taka oftast árlegum hækkunum auk vísitölutryggingar. Þegar fjárlagafrumvarp er samið eru niðurstöðutölur úr samningunum settar þar inn og Alþingi er áhorfandi. Mjög hagkvæmt fyrirkomulag. Búvörusamningarnir eru því aldrei ræddir á Alþingi og ég hygg að fæstir þingmanna hafi lesið þá. Þannig er hækkun framlaga til verkefna fram til 2017 árlega um og yfir 4% auk verðlagsbóta. Á meðan heilbrigðiskerfið þarf að draga verulega saman seglin, Landspítalinn hrópar á hjálp, framhaldsskólar eru skornir niður, löggæslan er í fjárþröng og dregið er úr velferð þjóðarinnar, þurfa bændur ekki að óttast samdrátt, þökk sé samningum sem gerðir voru fyrir einhverjum árum. Þeir eru undanþegnir aðhaldsaðgerðum og niðurskurði. Hugtakið hagræðingarkrafa er óþekkt þar á bæjum. „ …þó ekki hóffjaðrir.“ Þegar við sem sátum í fyrstu skattsvikanefndinni (1983-1984) kölluðum Sigurbjörn heitinn Þorbjörnsson, þáverandi ríkisskattstjóra, á fund okkar og spurðum hann um skattalögin íslensku, hvort í þau vantaði eitthvert mikilvægt ákvæði, og vorum þá með hugann við verkefni nefndarinnar, svaraði hann: „Já, fyrsta grein skattslaganna hefur aldrei verið skrifuð. Hún ætti að hljóða: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara, skulu þau ekki gilda um bændur.“ Þó í orðum þessum lægi lúmsk kímni, þá segja þau mikið um stöðu bóndans í íslensku lagaumhverfi. Lög Íslands voru meira og minna sniðin að ýtrustu hagsmunum bændastéttarinnar. Skattalögin, svo dæmi sé tekið, voru það haganlega úr garði gerð, og án þess að mikið bæri á, að bændur sluppu að mestu. Það er t.d. afar snúið að finna hver séu laun bænda. Hvaða tala sem ekki er hagsmunagæslumönnum að skapi, er skotin í kaf með öðrum og „raunhæfari“ forsendum. Þá þekkjum við dæmið um vaskleysið á sölu laxveiðileyfa. Einhver hefur giskað á þar sé um 300-400 m.kr. að ræða. Afurðastöðvarnar eru undanþegnar samkeppnislögum, og þannig mætti halda áfram. Lendir og landleysingjar En hvernig stendur á því að ein stétt nær slíku tangarhaldi á einu þjóðfélagi? Við teljum okkur þó lifa í upplýstu, vestrænu jafnréttissamfélagi. Saga Íslands svarar því. Frá upphafi Íslandsbyggðar voru það stórbændur með aðstoð kirkjunnar manna, sem settu lög og umferðarreglur samfélagsins. Kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða var megineinkenni gamla bændasamfélagsins. Lög bönnuðu fasta búsetu við sjávarsíðuna og komu þannig í veg fyrir þéttbýlismyndun og samkeppni um vinnuafl. Barátta bænda gegn þurrabúðarfólki stóð allt fram undir aldamótin 1900. Þegar ekki var lengur hægt að sporna við þéttbýlismyndun, var samt hægt að skerða rétt þessa fólks. Það átti ekkert land og var því léttvægara en landeigendur. Með því að gera vægi atkvæða þeirra til þingkosninga minna en sveitafólks gátu efnabændur haldið áfram að móta meginlínur þjóðfélagsins. Þar skiptu viðskipta- og framleiðsluskilyrði landbúnaðarins mestu. Um leið og kræla tók á frjálslyndum sjónarmiðum í landbúnaðarmálum var brugðist við af festu og sett sérlög. Engin önnur atvinnugrein nýtur þeirra forréttinda að búa við sérlög um alla sína starfsemi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar