Útverðir Íslands Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. október 2014 07:45 Íslendingar hafa ávallt verið víðförul þjóð og er vandfundinn sá kimi jarðar þar sem við höfum ekki stungið niður fæti við leik, nám eða störf. Smávaxin utanríkisþjónusta eins og okkar, sem hefur það að forgangsmáli að gæta öryggis og hagsmuna Íslendinga erlendis, mætti sín lítils ef við nytum ekki liðsinnis þéttriðins nets ræðismanna okkar víða um veröld. Á hverjum einasta degi, allan ársins hring getur utanríkisþjónustan reitt sig á þá 243 ræðismenn Íslands sem nú eru starfandi í 89 þjóðlöndum. Sinna þeir störfum í þágu lands og þjóðar án þess að þiggja fyrir það laun og í flestum tilvikum eru ræðismenn Íslands erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað. Í hverri viku koma upp mál þar sem reynir á útsjónarsemi utanríkisþjónustunnar við að koma fólki til aðstoðar og oftar en ekki reiðum við okkur á þessa frábæru menn og konur sem skirrast ekki við að leggja á sig margra daga ferðalög til að heimsækja þá samborgara okkar sem villst hafa af lífsins leið eða veita þeim aðstoð sem um sárt eiga að binda. Eðli málsins samkvæmt fara þessi mál hljótt en úrlausn þeirra er eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem okkur er falið. Ræðismennirnir eru þannig hinn framlengdi armur Íslands á staðnum og er það ómetanlegt að geta reitt okkur á aðstoð ræðismannanetsins þegar þörfin er brýn. Þá má fullyrða að ræðismenn okkar og tengsl þeirra í heimaríkjum sínum hafi reynst ákaflega vel fyrir íslenskan útflutningsiðnað og viðskipti í gegnum tíðina og mýmörg dæmi um opnun markaðstækifæra fyrir tilstuðlan þeirra. Á morgun býð ég velkomna hingað til lands 136 ræðismenn Íslands sem lagt hafa undir sig langt ferðalag á eigin kostnað til að kynnast betur landi og þjóð á sjöundu ræðismannastefnunni sem haldin er í Hörpu nú í vikunni. Síðast var slík ráðstefna haldin árið 2006 og er hefð fyrir því að halda ræðismannaráðstefnu á fimm ára fresti. Það hefur dregist um þrjú ár af skiljanlegum ástæðum. Er það ríkisstjórninni sérstakt fagnaðarefni að taka vel á móti þessum útvörðum Íslands og sýna þakklæti okkar í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ávallt verið víðförul þjóð og er vandfundinn sá kimi jarðar þar sem við höfum ekki stungið niður fæti við leik, nám eða störf. Smávaxin utanríkisþjónusta eins og okkar, sem hefur það að forgangsmáli að gæta öryggis og hagsmuna Íslendinga erlendis, mætti sín lítils ef við nytum ekki liðsinnis þéttriðins nets ræðismanna okkar víða um veröld. Á hverjum einasta degi, allan ársins hring getur utanríkisþjónustan reitt sig á þá 243 ræðismenn Íslands sem nú eru starfandi í 89 þjóðlöndum. Sinna þeir störfum í þágu lands og þjóðar án þess að þiggja fyrir það laun og í flestum tilvikum eru ræðismenn Íslands erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað. Í hverri viku koma upp mál þar sem reynir á útsjónarsemi utanríkisþjónustunnar við að koma fólki til aðstoðar og oftar en ekki reiðum við okkur á þessa frábæru menn og konur sem skirrast ekki við að leggja á sig margra daga ferðalög til að heimsækja þá samborgara okkar sem villst hafa af lífsins leið eða veita þeim aðstoð sem um sárt eiga að binda. Eðli málsins samkvæmt fara þessi mál hljótt en úrlausn þeirra er eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem okkur er falið. Ræðismennirnir eru þannig hinn framlengdi armur Íslands á staðnum og er það ómetanlegt að geta reitt okkur á aðstoð ræðismannanetsins þegar þörfin er brýn. Þá má fullyrða að ræðismenn okkar og tengsl þeirra í heimaríkjum sínum hafi reynst ákaflega vel fyrir íslenskan útflutningsiðnað og viðskipti í gegnum tíðina og mýmörg dæmi um opnun markaðstækifæra fyrir tilstuðlan þeirra. Á morgun býð ég velkomna hingað til lands 136 ræðismenn Íslands sem lagt hafa undir sig langt ferðalag á eigin kostnað til að kynnast betur landi og þjóð á sjöundu ræðismannastefnunni sem haldin er í Hörpu nú í vikunni. Síðast var slík ráðstefna haldin árið 2006 og er hefð fyrir því að halda ræðismannaráðstefnu á fimm ára fresti. Það hefur dregist um þrjú ár af skiljanlegum ástæðum. Er það ríkisstjórninni sérstakt fagnaðarefni að taka vel á móti þessum útvörðum Íslands og sýna þakklæti okkar í verki.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun