Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar