Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2014 07:00 Holuhraun Rannsóknirnar geta bætt við forvitnilegum fróðleik um yfirstandandi hræringar. fréttablaðið/egill Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“ Bárðarbunga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“
Bárðarbunga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira