Oflof og oflast Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. október 2014 06:00 Ég man eftir því þegar ég var að aka með föður mínum í gamla daga og það kom rigning. Það gat liðið drykklöng stund áður en hann greip til sinna ráða gagnvart henni. En þegar hann gerði það setti hann rúðuþurrkurnar alltaf á allra mesta hugsanlegan hraða, hversu lítil sem rigningin var – þó að þetta væru bara nokkrir dropar – og þannig hélst það um nokkra hríð, jafnvel eftir að rúðan var löngu orðin þurr og farið að ískra í henni. Hann var að hugsa um annað – með hausinn fullan af ótal hlutum, eins og það hét. Mér dettur þetta stundum í hug þegar ég fylgist með íslenskri þjóðfélagsumræðu. Stundum er eins og vanti í hana einhvers konar miðstig, kannski hina frægu meðalhófsreglu; stundum er eins og umræðan taki ekki mið af aðstæðum heldur nýlundunni og skemmtanagildinu.„Hún Ísafold er besta þjóð…“ Ég hitti á dögunum tékkneska konu sem átt hafði þess kost að hlýða á forseta Íslands tala um land sitt og þjóð í fyrirlestri við háskóla í landi hennar. Ég innti hana nánar eftir fyrirlestrinum. Hún hugsaði sig um, kurteislega, og sagði svo eitthvað á þá leið að hún teldi ekki að sumar þjóðir væru snjallari en aðrar við lausn einhverra mála, enda hefðu þjóðir ekki eiginleika einstaklinga. Ég kinkaði kolli, skömmustulegur, leið eins og þetta væri mér að kenna, sem það náttúrlega var alls ekki – ekki frekar en þegar ég var í Danmörku árið 2007 að borða ís með dætrum mínum og tvær rosknar konur sögðu við mig byrstar – eins og bara rosknar danskar konur geta orðið byrstar – þegar þær urðu þess áskynja að við værum íslensk: „Þið eruð alltaf að kaupa eitthvað hér!“ Ég muldraði eitthvað um að ég hefði nú bara verið að kaupa ís en ekki Magasin du nord. En mér leið eins og þetta væri allt saman mér að kenna. Sem það var ekki. En sem sé: forsetanum hættir til þess að tala um okkur erlendis eins og bílasali að selja bíl sem hann er innst inni ekki viss um að sé nógu góður. Þetta er ein hliðin. Hin hliðin speglar þetta oflof og er oflast. Umræðan sem Gunnar Smári stendur fyrir um að gerast nokkurs konar próventufólk í norska ríkinu er sögð góð og gagnleg því hún dragi svo vel fram hversu langt að baki Norðurlandaþjóðum Íslendingar standa á ótal sviðum. Það gerum við áreiðanlega – og gerðum það reyndar líka þegar við stóðum í útrásinni, vansællar minningar. Gallinn er bara sá að hugmyndin um aðild að Noregi er mýrarljós. Þetta verður aldrei. Það er verið að eyða umtalsverðu hugviti, orku og fjöri í hugmynd sem allir vita innst inni að er bara leikur að hugsanlegum möguleika – óraunhæf – og þegar það rennur upp fyrir fólki, sem það mun gera (eins og það rann upp fyrir Íslendingum á sínum tíma að það var enginn grundvöllur fyrir viðskiptaútrásinni til Norðurlanda), þá verður allt svart og ömurlegt og allar umbætur og hugmyndir að betra samfélagi virðast jafn óraunhæfar og þessi reyndist vera. Milli þess að leggja undir sig Norðurlönd og leggjast undir Norðurlönd hlýtur þó að vera einhver millivegur: til dæmis að reyna að vera fullgild Norðurlandaþjóð, taka okkur til fyrirmyndar það besta úr þjóðfélagslausnum þeirra. Og svo beina sjónum að aðild að ESB sem er raunhæfur valkostur – og innan seilingar ef við kjósum svo. Það er eins og sá valkostur sé of raunhæfur til að vekja áhuga fólks.Ísland er ónýtt – auðlind Skrýtið. Við erum ýmist einhver mikilfenglegasta þjóð allra tíma eða þá bara alls engin þjóð. Annaðhvort fór bara þjóðarhratið til Ameríku á sínum tíma eða þá eina fólkið sem eitthvað gat. Annaðhvort er allt einskis virði nema bændur eða þá allt sem aflaga hefur farið var bændum að kenna. Annaðhvort dóu allir sem eitthvað gátu eða bara afburðafólkið sem lifði af móðuharðindin. Í umræðuna hér vantar svo oft eitthvert millisvæði, kannski áhuga á sjálfum veruleikanum, sem alltaf er síkvikur, mótsagnakenndur og erfiður viðureignar. Og við verðum að reyna að takast á við hann. Við verðum að vera raunsæ. Við ættum ekki eyða orku okkar og hugkvæmni í asnalegar og óraunhæfar hugmyndir, þó að asnalegar hugmyndir séu miklu skemmtilegri en þær raunhæfu. Það er töluvert alvörumál að vera Íslendingur um þessar mundir. Undir fótum okkar dunar sjálf Jörðin með öllum sínum feiknum og ósamið er um skrilljónaskuldir útrásarmannanna. Allt getur gerst en þar með er ekki sagt að allt eigi eftir að gerast – kannski ekkert. En það hefði verið ágætt að hafa í forsvari fyrir þjóðina fólk sem hægt er að taka mark á þegar það tjáir sig um landshagi, talar af yfirvegun en bullar ekki bara. Ísland er ónýtt auðlind en unga fólkið okkar verður að fá þá tilfinningu að hér sé þess vert að búa, það verður að fá þúsund sinnum betra kaup, betri opinbera þjónustu, betri innviði, meiri skynsemi, meiri andagift, skemmtilegra og gjöfulla líf og kærleiksríkari stjórnmálamenn. Hér er ung og vel menntuð þjóð sem getur skapað miklu meiri verðmæti en henni er gefinn kostur á að gera. Ótal margt hefur farið aflaga hjá okkur en hér er líka sköpunarorkan geysileg, samfélagið er dýnamískt (já og þrasgjarnt); tækniþekking útbreidd, fjölhæfni töluverð, tengslin sterk og líka sú menning að fólk eigi að reyna að bjarga sér og hjálpa öðrum. Það er helsta verkefni íslenskra stjórnmála nú að við fáum fólk til að stjórna landinu sem er eins og fólk og hugsar eins og fólk. Þá getur Ísland alveg verið land fyrir Jóhann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég man eftir því þegar ég var að aka með föður mínum í gamla daga og það kom rigning. Það gat liðið drykklöng stund áður en hann greip til sinna ráða gagnvart henni. En þegar hann gerði það setti hann rúðuþurrkurnar alltaf á allra mesta hugsanlegan hraða, hversu lítil sem rigningin var – þó að þetta væru bara nokkrir dropar – og þannig hélst það um nokkra hríð, jafnvel eftir að rúðan var löngu orðin þurr og farið að ískra í henni. Hann var að hugsa um annað – með hausinn fullan af ótal hlutum, eins og það hét. Mér dettur þetta stundum í hug þegar ég fylgist með íslenskri þjóðfélagsumræðu. Stundum er eins og vanti í hana einhvers konar miðstig, kannski hina frægu meðalhófsreglu; stundum er eins og umræðan taki ekki mið af aðstæðum heldur nýlundunni og skemmtanagildinu.„Hún Ísafold er besta þjóð…“ Ég hitti á dögunum tékkneska konu sem átt hafði þess kost að hlýða á forseta Íslands tala um land sitt og þjóð í fyrirlestri við háskóla í landi hennar. Ég innti hana nánar eftir fyrirlestrinum. Hún hugsaði sig um, kurteislega, og sagði svo eitthvað á þá leið að hún teldi ekki að sumar þjóðir væru snjallari en aðrar við lausn einhverra mála, enda hefðu þjóðir ekki eiginleika einstaklinga. Ég kinkaði kolli, skömmustulegur, leið eins og þetta væri mér að kenna, sem það náttúrlega var alls ekki – ekki frekar en þegar ég var í Danmörku árið 2007 að borða ís með dætrum mínum og tvær rosknar konur sögðu við mig byrstar – eins og bara rosknar danskar konur geta orðið byrstar – þegar þær urðu þess áskynja að við værum íslensk: „Þið eruð alltaf að kaupa eitthvað hér!“ Ég muldraði eitthvað um að ég hefði nú bara verið að kaupa ís en ekki Magasin du nord. En mér leið eins og þetta væri allt saman mér að kenna. Sem það var ekki. En sem sé: forsetanum hættir til þess að tala um okkur erlendis eins og bílasali að selja bíl sem hann er innst inni ekki viss um að sé nógu góður. Þetta er ein hliðin. Hin hliðin speglar þetta oflof og er oflast. Umræðan sem Gunnar Smári stendur fyrir um að gerast nokkurs konar próventufólk í norska ríkinu er sögð góð og gagnleg því hún dragi svo vel fram hversu langt að baki Norðurlandaþjóðum Íslendingar standa á ótal sviðum. Það gerum við áreiðanlega – og gerðum það reyndar líka þegar við stóðum í útrásinni, vansællar minningar. Gallinn er bara sá að hugmyndin um aðild að Noregi er mýrarljós. Þetta verður aldrei. Það er verið að eyða umtalsverðu hugviti, orku og fjöri í hugmynd sem allir vita innst inni að er bara leikur að hugsanlegum möguleika – óraunhæf – og þegar það rennur upp fyrir fólki, sem það mun gera (eins og það rann upp fyrir Íslendingum á sínum tíma að það var enginn grundvöllur fyrir viðskiptaútrásinni til Norðurlanda), þá verður allt svart og ömurlegt og allar umbætur og hugmyndir að betra samfélagi virðast jafn óraunhæfar og þessi reyndist vera. Milli þess að leggja undir sig Norðurlönd og leggjast undir Norðurlönd hlýtur þó að vera einhver millivegur: til dæmis að reyna að vera fullgild Norðurlandaþjóð, taka okkur til fyrirmyndar það besta úr þjóðfélagslausnum þeirra. Og svo beina sjónum að aðild að ESB sem er raunhæfur valkostur – og innan seilingar ef við kjósum svo. Það er eins og sá valkostur sé of raunhæfur til að vekja áhuga fólks.Ísland er ónýtt – auðlind Skrýtið. Við erum ýmist einhver mikilfenglegasta þjóð allra tíma eða þá bara alls engin þjóð. Annaðhvort fór bara þjóðarhratið til Ameríku á sínum tíma eða þá eina fólkið sem eitthvað gat. Annaðhvort er allt einskis virði nema bændur eða þá allt sem aflaga hefur farið var bændum að kenna. Annaðhvort dóu allir sem eitthvað gátu eða bara afburðafólkið sem lifði af móðuharðindin. Í umræðuna hér vantar svo oft eitthvert millisvæði, kannski áhuga á sjálfum veruleikanum, sem alltaf er síkvikur, mótsagnakenndur og erfiður viðureignar. Og við verðum að reyna að takast á við hann. Við verðum að vera raunsæ. Við ættum ekki eyða orku okkar og hugkvæmni í asnalegar og óraunhæfar hugmyndir, þó að asnalegar hugmyndir séu miklu skemmtilegri en þær raunhæfu. Það er töluvert alvörumál að vera Íslendingur um þessar mundir. Undir fótum okkar dunar sjálf Jörðin með öllum sínum feiknum og ósamið er um skrilljónaskuldir útrásarmannanna. Allt getur gerst en þar með er ekki sagt að allt eigi eftir að gerast – kannski ekkert. En það hefði verið ágætt að hafa í forsvari fyrir þjóðina fólk sem hægt er að taka mark á þegar það tjáir sig um landshagi, talar af yfirvegun en bullar ekki bara. Ísland er ónýtt auðlind en unga fólkið okkar verður að fá þá tilfinningu að hér sé þess vert að búa, það verður að fá þúsund sinnum betra kaup, betri opinbera þjónustu, betri innviði, meiri skynsemi, meiri andagift, skemmtilegra og gjöfulla líf og kærleiksríkari stjórnmálamenn. Hér er ung og vel menntuð þjóð sem getur skapað miklu meiri verðmæti en henni er gefinn kostur á að gera. Ótal margt hefur farið aflaga hjá okkur en hér er líka sköpunarorkan geysileg, samfélagið er dýnamískt (já og þrasgjarnt); tækniþekking útbreidd, fjölhæfni töluverð, tengslin sterk og líka sú menning að fólk eigi að reyna að bjarga sér og hjálpa öðrum. Það er helsta verkefni íslenskra stjórnmála nú að við fáum fólk til að stjórna landinu sem er eins og fólk og hugsar eins og fólk. Þá getur Ísland alveg verið land fyrir Jóhann.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun