Kaupum skattagögnin Elín Hirst skrifar 7. október 2014 09:22 Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar