Amma dreki og vaskurinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. október 2014 00:30 Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun