Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason fagna hér Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom Íslandi í 1-0. Vísir/Valli Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn