Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2014 06:00 Guðmundur Þórarinsson pressar hér dönsku leikmennina alveg upp að endalínu. Vísir/Daníel „Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira
„Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira