Höfuðborgin og hestamennskan Ágúst Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson skrifa 16. október 2014 07:00 Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar