Ég ákæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2014 07:00 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun