Áfengi í matvöruverslanir – skref aftur á bak? Þóra Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun