Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2014 08:00 Gareth Bale á ferðinni í leiknum á móti Íslandi í Cardiff í Wales í mars. Vísir/Getty Íslenska landsliðið kemur aftur saman í dag 28 dögum eftir að liðið vann stórkostlegan sigur á bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Fram undan er vináttuleikur við sterkt lið Belga á miðvikudaginn og fjórum dögum síðar er síðan toppslagur við Tékka í undankeppni EM. Þjálfararnir lýstu yfir ánægju sinni með varnarleikinn á blaðamannafundi fyrir helgi og þeir mega monta sig af honum. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson höfðu ekki aðgengi að öllum leikmönnum í fyrsta leik ársins á móti Svíum í Abú Dabí í janúar en fyrsti landsleikur ársins með fullt lið var í Wales í mars. Garteh Bale, einn besti knattspyrnumaður heims, fór illa með strákana í Cardiff 5. mars en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö í 3-1 sigri velska landsliðsins. Tapið var vissulega smá áfall fyrir íslenska liðið eftir ævintýrið haustið á undan enda Wales neðar á FIFA-listanum. Það er samt óhætt að segja að Lars, Heimir og strákarnir hafi lagað varnarleik liðsins eftir kennslustundina hjá Bale. Íslenska liðið fékk á sig þrjú mörk á 90 mínútum í Cardiff en hefur síðan aðeins fengið á sig 1 mark á 450 mínútum. Íslenska liðið hélt hreinu í seinni hálfleik í vináttulandsleik á móti Austurríki og síðan allar 90 mínúturnar í vináttuleik gegn Eistlandi í byrjun júní. Íslenska liðið hefur síðan haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2016. Nú er svo komið að það eru liðnar 422 mínútur síðan Ísland fékk á sig mark í A-landsleik og á sama tíma hafa strákarnir okkar skorað 10 mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi náð að svara fyrir sig. Það reynir á liðið gegn Belgum sem eru með fjórða besta landslið heims samkvæmt FIFA-listanum og fullt af fljótum og leiknum leikmönnum sem geta strítt íslensku strákunum. Byrjunarliðið hefur verið óbreytt í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en aðrir leikmenn eiga að fá tækifæri í Belgíuleiknum. Hvort það breyti öllu eða nýju mennirnir nái að halda íslenska markinu áfram hreinu kemur í ljós á miðvikudagskvöldið.Varnarmenn Íslands á þessum 422 mínútumMarkverðir Hannes Þór Halldórsson 332 mínútur Gunnleifur Gunnleifsson 45 mínútur Ögmundur Kristinsson 45 mínúturHægri bakverðir Theódór Elmar Bjarnason 360 mínútur Birkir Már Sævarsson 62 mínúturMiðverðir Ragnar Sigurðsson 360 mínútur Kári Árnason 287 mínútur Sölvi Geir Ottesen 105 mínútur Hallgrímur Jónasson 92 mínúturVinstri bakverðir Ari Freyr Skúlason 377 mínútur Birkir Már Sævarsson 45 mínútur------Íslenska liðið eftir tapið á móti Wales í marsmánuði: Mínútur spilaðar 450 Mörk skoruð 10 Mörk fengin á sig 1 Mínútur yfir í leikjunum 212 Mínútur undir í leikjunum 18------Hreint íslenskt mark í 422 mínútur 62 mínútur eftir 1-1 jafntefli við Austurríki 152 mínútur eftir 1-0 sigur á Eistlandi 242 mínútur eftir 3-0 sigur á Tyrklandi 332 mínútur eftir 3-0 sigur á Lettlandi 422 mínútur eftir 2-0 sigur á HollandiÍslenska landsliðið hafði lengst áður haldið marki sínu hreinu samfellt í 250 mínútur í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en því náði liðið árið 2012. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn. 10. nóvember 2014 17:30 Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. 11. nóvember 2014 07:00 Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag. 10. nóvember 2014 18:43 Moyes eða Mel næsti þjálfari Alfreðs Samkvæmt Jokin Aperribay, forseta spænska úrvalsdeildarliðsins Real Sociedad, eru David Moyes og Pepe Mel líklegastir til að taka við liðinu, en ákvörðun um þjálfaramál Sociedad verður tekin í dag. 10. nóvember 2014 15:15 Nýliðinn í landsliðinu byrjaði inn á hjá Cesena Hörður Björgvin Magnússon lék fyrstu 57 mínútur leiksins þegar Cesena tapaði 2-1 fyrir Chievo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 9. nóvember 2014 15:55 Kári með landsliðinu til Belgíu Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis. 10. nóvember 2014 13:30 Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld. 11. nóvember 2014 06:00 Landsliðsmiðverðirnir spiluðu ekkert um helgina | Krasnodar í 3. sæti Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á bekknum þegar Krasnodar kom sér upp í 3. sæti rússnesku deildarinnar. 9. nóvember 2014 14:47 Lagerbäck fékk knús á Austurvelli "Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. 10. nóvember 2014 11:01 Indriða fagnað eins og hetju Indriða Sigurðssyni var vel fagnað fyrir leik Bodø/Glimt og Viking um helgina enda er Indriði hetja hjá Bodø/Glimt eftir að hafa bjargað lífi leikmanns liðsins fyrr á árinu. 10. nóvember 2014 11:45 Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld. 10. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Íslenska landsliðið kemur aftur saman í dag 28 dögum eftir að liðið vann stórkostlegan sigur á bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Fram undan er vináttuleikur við sterkt lið Belga á miðvikudaginn og fjórum dögum síðar er síðan toppslagur við Tékka í undankeppni EM. Þjálfararnir lýstu yfir ánægju sinni með varnarleikinn á blaðamannafundi fyrir helgi og þeir mega monta sig af honum. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson höfðu ekki aðgengi að öllum leikmönnum í fyrsta leik ársins á móti Svíum í Abú Dabí í janúar en fyrsti landsleikur ársins með fullt lið var í Wales í mars. Garteh Bale, einn besti knattspyrnumaður heims, fór illa með strákana í Cardiff 5. mars en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö í 3-1 sigri velska landsliðsins. Tapið var vissulega smá áfall fyrir íslenska liðið eftir ævintýrið haustið á undan enda Wales neðar á FIFA-listanum. Það er samt óhætt að segja að Lars, Heimir og strákarnir hafi lagað varnarleik liðsins eftir kennslustundina hjá Bale. Íslenska liðið fékk á sig þrjú mörk á 90 mínútum í Cardiff en hefur síðan aðeins fengið á sig 1 mark á 450 mínútum. Íslenska liðið hélt hreinu í seinni hálfleik í vináttulandsleik á móti Austurríki og síðan allar 90 mínúturnar í vináttuleik gegn Eistlandi í byrjun júní. Íslenska liðið hefur síðan haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2016. Nú er svo komið að það eru liðnar 422 mínútur síðan Ísland fékk á sig mark í A-landsleik og á sama tíma hafa strákarnir okkar skorað 10 mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi náð að svara fyrir sig. Það reynir á liðið gegn Belgum sem eru með fjórða besta landslið heims samkvæmt FIFA-listanum og fullt af fljótum og leiknum leikmönnum sem geta strítt íslensku strákunum. Byrjunarliðið hefur verið óbreytt í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en aðrir leikmenn eiga að fá tækifæri í Belgíuleiknum. Hvort það breyti öllu eða nýju mennirnir nái að halda íslenska markinu áfram hreinu kemur í ljós á miðvikudagskvöldið.Varnarmenn Íslands á þessum 422 mínútumMarkverðir Hannes Þór Halldórsson 332 mínútur Gunnleifur Gunnleifsson 45 mínútur Ögmundur Kristinsson 45 mínúturHægri bakverðir Theódór Elmar Bjarnason 360 mínútur Birkir Már Sævarsson 62 mínúturMiðverðir Ragnar Sigurðsson 360 mínútur Kári Árnason 287 mínútur Sölvi Geir Ottesen 105 mínútur Hallgrímur Jónasson 92 mínúturVinstri bakverðir Ari Freyr Skúlason 377 mínútur Birkir Már Sævarsson 45 mínútur------Íslenska liðið eftir tapið á móti Wales í marsmánuði: Mínútur spilaðar 450 Mörk skoruð 10 Mörk fengin á sig 1 Mínútur yfir í leikjunum 212 Mínútur undir í leikjunum 18------Hreint íslenskt mark í 422 mínútur 62 mínútur eftir 1-1 jafntefli við Austurríki 152 mínútur eftir 1-0 sigur á Eistlandi 242 mínútur eftir 3-0 sigur á Tyrklandi 332 mínútur eftir 3-0 sigur á Lettlandi 422 mínútur eftir 2-0 sigur á HollandiÍslenska landsliðið hafði lengst áður haldið marki sínu hreinu samfellt í 250 mínútur í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en því náði liðið árið 2012.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn. 10. nóvember 2014 17:30 Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. 11. nóvember 2014 07:00 Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag. 10. nóvember 2014 18:43 Moyes eða Mel næsti þjálfari Alfreðs Samkvæmt Jokin Aperribay, forseta spænska úrvalsdeildarliðsins Real Sociedad, eru David Moyes og Pepe Mel líklegastir til að taka við liðinu, en ákvörðun um þjálfaramál Sociedad verður tekin í dag. 10. nóvember 2014 15:15 Nýliðinn í landsliðinu byrjaði inn á hjá Cesena Hörður Björgvin Magnússon lék fyrstu 57 mínútur leiksins þegar Cesena tapaði 2-1 fyrir Chievo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 9. nóvember 2014 15:55 Kári með landsliðinu til Belgíu Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis. 10. nóvember 2014 13:30 Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld. 11. nóvember 2014 06:00 Landsliðsmiðverðirnir spiluðu ekkert um helgina | Krasnodar í 3. sæti Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á bekknum þegar Krasnodar kom sér upp í 3. sæti rússnesku deildarinnar. 9. nóvember 2014 14:47 Lagerbäck fékk knús á Austurvelli "Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. 10. nóvember 2014 11:01 Indriða fagnað eins og hetju Indriða Sigurðssyni var vel fagnað fyrir leik Bodø/Glimt og Viking um helgina enda er Indriði hetja hjá Bodø/Glimt eftir að hafa bjargað lífi leikmanns liðsins fyrr á árinu. 10. nóvember 2014 11:45 Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld. 10. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn. 10. nóvember 2014 17:30
Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. 11. nóvember 2014 07:00
Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag. 10. nóvember 2014 18:43
Moyes eða Mel næsti þjálfari Alfreðs Samkvæmt Jokin Aperribay, forseta spænska úrvalsdeildarliðsins Real Sociedad, eru David Moyes og Pepe Mel líklegastir til að taka við liðinu, en ákvörðun um þjálfaramál Sociedad verður tekin í dag. 10. nóvember 2014 15:15
Nýliðinn í landsliðinu byrjaði inn á hjá Cesena Hörður Björgvin Magnússon lék fyrstu 57 mínútur leiksins þegar Cesena tapaði 2-1 fyrir Chievo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 9. nóvember 2014 15:55
Kári með landsliðinu til Belgíu Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis. 10. nóvember 2014 13:30
Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld. 11. nóvember 2014 06:00
Landsliðsmiðverðirnir spiluðu ekkert um helgina | Krasnodar í 3. sæti Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á bekknum þegar Krasnodar kom sér upp í 3. sæti rússnesku deildarinnar. 9. nóvember 2014 14:47
Lagerbäck fékk knús á Austurvelli "Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. 10. nóvember 2014 11:01
Indriða fagnað eins og hetju Indriða Sigurðssyni var vel fagnað fyrir leik Bodø/Glimt og Viking um helgina enda er Indriði hetja hjá Bodø/Glimt eftir að hafa bjargað lífi leikmanns liðsins fyrr á árinu. 10. nóvember 2014 11:45
Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld. 10. nóvember 2014 20:15