Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“- EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“-
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira