Fótbolti

Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cech hefur verið einn besti markvörður heims síðustu ár.
Cech hefur verið einn besti markvörður heims síðustu ár. vísir/getty
Petr Cech, markvörður tékkneska landsliðsins, hrósaði íslenska liðinu mjög á blaðamannafundi í Prag í gær en Ísland mætir Tékkum ytra á sunnudagskvöld. Þar mæta topplið A-riðils í undankeppni EM 2016 en bæði lið eru með fullt hús stiga.

„Íslendingar eru vel skipulagðir, einbeittir og harðir í horn að taka. Sterkasta vopn þeirra er liðsheildin en þeir vinna mjög vel saman, ekki bara í vörn heldur í sókn líka,“ sagði Cech.

„Við höfum nánast heila viku til að undirbúa okkur og þjálfarinn okkar hefur skýra hugmynd um hvað á að gera. Það verður því undir okkur komið að framfylgja hans skipulagi,“ sagði Cech enn fremur.

Tékkar byrjuðu undankeppnina á því að vinna Holland og Cech sagði að sá sigur hefði fleytt liðinu langt. „Við komum öllum á óvart gegn Hollandi en sá sigur veitti okkur sjálfstraust sem endurspeglaðist í leikjunum gegn Tyrklandi og Kasakstan.“


Tengdar fréttir

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×