Stjórnin ekki staðið við stóru orðin Björgvin Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar