Blöndum okkur! Líf Magneudóttir skrifar 14. nóvember 2014 12:00 Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun