Kaldastríðsklám og íslenskan í Undralandi Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 05:00 Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun