Hver er að draga hvern niður? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Lekamálið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar