Kófsveittir og skjálfandi hestar á kerrum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun