Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 15:47 Kim Davis, fyrrverandi sýsluritari í Kentucky, bað hæstarétt um að fella úr gildi rétt samkynhneigðra til að giftast. AP/Timothy D. Easley Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi. Ritarinn heitir Kim Davis en mál hennar vakti á sínum tíma mikla athygli um heiminn allan. Skömmu eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna festi rétt samkynja para til að giftast í stjórnarskrá neitaði hún að veita slík leyfi í þeirri sýslu sem hún starfaði í. Hún sat í fangelsi í fimm daga fyrir að neita að veita giftingarleyfin. Eitt parið höfðaði mál gegn henni og tapaði hún því máli. Síðan þá hefur hún reynt að komast hjá því að þurfa að greiða 360 þúsund dali í skaðabætur og lögfræðikostnað pars sem hún neitaði um leyfi. Hún vildi einnig að hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðunina frá 2015 um giftingar samkynja para. Sjá einnig (frá 2015): Segja Kim Davis enn brjóta lög Eins og alltaf þá gáfu dómararnir enga ástæðu fyrir því af hverju þeir neituðu að taka fyrir málið. Eins og fram kemur í grein New York Times þurfa að minnsta kosti fjórir af níu hæstaréttardómurum að samþykkja að taka fyrir mál. Flestir sérfræðingar bjuggust við því að dómararnir myndu hafna beiðni Davis um að taka málið fyrir en það að beiðnin hafi verið tekin til skoðunar vakti áhyggjur samkynhneigðra víðsvegar um Bandaríkin. Samkynhneigðir hafa óttast um rétt sinn síðan íhaldsamir dómarar í hæstarétti felldu úr gildi hálfrar aldar fordæmi sem festi í sessi rétt Bandaríkjamanna til þungunarrofs. Þegar sú ákvörðun var opinberuð kom í ljós að Clarence Thomas, dómari, skrifaði í úrskurðinn að einnig ætti að endurskoða úrskurðinn frá 2015. Mathew Staver lögmaður hjá samtökum sem kallast Liberty Counsel sem hefur starfað fyrir Davis sagði í yfirlýsingu í dag að dómarar hæstaréttar hefðu rangt fyrir sér. Dómafordæmið frá 2015 væri rangt og það væri eingöngu tímaspursmál hvenær það yrði fellt úr gildi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Ritarinn heitir Kim Davis en mál hennar vakti á sínum tíma mikla athygli um heiminn allan. Skömmu eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna festi rétt samkynja para til að giftast í stjórnarskrá neitaði hún að veita slík leyfi í þeirri sýslu sem hún starfaði í. Hún sat í fangelsi í fimm daga fyrir að neita að veita giftingarleyfin. Eitt parið höfðaði mál gegn henni og tapaði hún því máli. Síðan þá hefur hún reynt að komast hjá því að þurfa að greiða 360 þúsund dali í skaðabætur og lögfræðikostnað pars sem hún neitaði um leyfi. Hún vildi einnig að hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðunina frá 2015 um giftingar samkynja para. Sjá einnig (frá 2015): Segja Kim Davis enn brjóta lög Eins og alltaf þá gáfu dómararnir enga ástæðu fyrir því af hverju þeir neituðu að taka fyrir málið. Eins og fram kemur í grein New York Times þurfa að minnsta kosti fjórir af níu hæstaréttardómurum að samþykkja að taka fyrir mál. Flestir sérfræðingar bjuggust við því að dómararnir myndu hafna beiðni Davis um að taka málið fyrir en það að beiðnin hafi verið tekin til skoðunar vakti áhyggjur samkynhneigðra víðsvegar um Bandaríkin. Samkynhneigðir hafa óttast um rétt sinn síðan íhaldsamir dómarar í hæstarétti felldu úr gildi hálfrar aldar fordæmi sem festi í sessi rétt Bandaríkjamanna til þungunarrofs. Þegar sú ákvörðun var opinberuð kom í ljós að Clarence Thomas, dómari, skrifaði í úrskurðinn að einnig ætti að endurskoða úrskurðinn frá 2015. Mathew Staver lögmaður hjá samtökum sem kallast Liberty Counsel sem hefur starfað fyrir Davis sagði í yfirlýsingu í dag að dómarar hæstaréttar hefðu rangt fyrir sér. Dómafordæmið frá 2015 væri rangt og það væri eingöngu tímaspursmál hvenær það yrði fellt úr gildi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira