Betri stjórnarstefna er möguleg Árni Páll Árnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar