Hannes æfir með KR og bíður eftir fréttum frá Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 06:30 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu gegn Hollandi. Vísir/Vilhelm „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira