Hugleiðing um lánasamninga Helgi Tómasson skrifar 18. desember 2014 07:00 Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum?
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun