Hvert viljum við stefna? Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun