Gunni Helga og Þorsteinn Guðmunds fengu listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 09:34 Leikararnir Gunnar Helgason og Þorsteinn Guðmundsson eru kampakátir með sín listamannalaun, sem þeir fengu þó ekki vegna leiklistarstarfsemi heldur fyrir grín og barnabókaskrif. Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar. Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar.
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira