„Árás á okkur öll“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“ Charlie Hebdo Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“
Charlie Hebdo Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira