„Árás á okkur öll“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“ Charlie Hebdo Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“
Charlie Hebdo Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira