Charlie Hebdo gerði grín að öllum Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 16:30 Charlie Hebdo gerðu grín að öllu og öllum. Þessar myndir hleyptu öllu í bál og brand. Þeim er nú dreift um allt net, á Facebook og Twitter til að sýna hinum föllnu samúð og til að lýsa yfir samstöðu með tjáningarfrelsinu. Vísir/AFP Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja. Charlie Hebdo Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja.
Charlie Hebdo Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira