„Við áttum skilið bæði stigin og mér fannst við vera flottir í dag. Leikurinn var hraður og við fengum fullt af dauðafærum og klikka á vítum. En ég var ánægður með strákana því þetta var það sem ég vildi sjá. Túnisarnir voru mjög grófir og áttu að fá tvö til þrjú rauð spjöld, það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik. En því að þetta er línan verðum við bara að lifa með það,“ sagði Patrekur Jóhannesson við Vísi eftir leikinn í kvöld.
Þið voruð að skapa ykkur fullt af færum og hefðu getað verið búnir að loka leiknum en nýtinging var ekki nógu góð?
„Nei en það er það versta sem maður upplifir sem þjálfari þegar maður fær ekki færin. Ég ber 100 prósent traust til Roberts Weber, hann skoraði 9 mörk í dag en klikkaði á færum. Hann er bara það góður leikmaður en hann lenti bara á slæmum degi í dag. Ég hef engar áhyggjur, aðalatriðið er að við erum að koma okkur í þessi færi gegn sterkri vörn og það er það sem telur.“
Marinovic markvörður heldur ykkur inni í leiknum í byrjun með góðri markvörslu en svo tekur þú hann útaf og setur hann ekki inná fyrr en í lokin. Var hann ekki hundfúll?
„Nei ég er með Thomas Bauer sem er góður markvörður en mér fannst rétt að setja Marinovic inná í vítakastinu (sem hann varði) og það var bara rétt.“ Eitt stig í dag og þið eruð á leið í 16 liða úrslitin?
„Það er markmiðið en það er ekki tryggt. Næsti leikur okkar er gegn Íran en markmiðið hjá okkur fyrir mót var að komast í útsláttarkeppnina og það hefur ekkert breyst.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.