Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 10:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira