Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 10:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira