Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 08:45 Róbert Gunnarsson. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira