Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53
Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52
Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17
Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00