„Það sást langar leiðir er Ísland fór í sókn að það var óöryggi yfir liðinni og stemningsleysi. Það var ekkert tempó, við héldum ekki breidd. Við gerðum ekki árásir á þá. Það var ekki fyrr en Arnór Atlason kom inn að menn fóru að gera árásir á vörnina," sagði Guðjón Guðmundsson.
Guðjón segir að menn hafi vitað að Svíar myndu ganga út í Aron Pálmarsson og Alexander Petersson.
„Þetta æfðu Svíar fyrir leikinn og þetta var vitað. Við áttum því miður engin svör við þessu."
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, bendir á að það hafi líka verið vitað að Svíar væri sterkastir inn í miðju varnarinnar. Því væri skrítið að íslenska liðið færi alltaf inn í miðjuna.
„Það hefði mátt vera meiri breidd og við hefðum mátt reyna meira að komast framhjá bakvörðunum."
Fyrir utan þessa hluti þá hafði Gaupa mestar áhyggjur af öðrum hlut í leik íslenska liðsins.
„Það er þetta andleysi sem var yfir liðinu. Það var ekki nógu gott og ég hef sjaldan séð svona andlaust íslenskt lið á stórmóti."
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).