Það verður væntanlega hart tekist á þegar Ísland og Svíþjóð mætast á HM í kvöld og það kemur í hlut dómara frá Brasilíu að hafa stjórn á hlutunum.
Félagarnir Menezez og Pinto frá Brasilíu munu halda utan um flauturnar í kvöld og vonandi ráða þeir við starfið.
Ef eitthvað kemur upp á og annar hvor þeirra meiðist þá er varadómaraparið frá Serbíu.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Ísland fær brasilíska dómara í kvöld

Tengdar fréttir

Aldrei unnið Svía í fyrsta leik
Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki góða reynslu af því að byrja stórmót á móti Svíum.

Aron: Getum allt á góðum degi
Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Doha í Katar í kvöld. Aron Kristjánsson er tilbúinn með leikáætlun en segir að þó svo að leikurinn sé mikilvægur sé hann ekki endastöð.

Gunnar Steinn ekki á skýrslu í kvöld
Sextán manna leikmannahópur Íslands á HM í handbolta hefur verið tilkynntur.

Skýr skilaboð um lokastöðuna strax í fyrsta leik
Beint samhengi er á milli góðs og slæms gengis íslenska landsliðsins á stórmótum út frá úrslitum í fyrsta leiknum.

Snorri Steinn: Það var smá vesen á Aroni
Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru vel stemmdir fyrir fyrsta leik Íslands á HM í Katar.

Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað
"Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar.