Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar.
„Það er öruggt að Ísland kemst upp úr riðlinum og Ísland á möguleika á að komast í 8-liða úrslitin. En leikurinn gegn Svíum verði mikilvægur og ég tel að Aron [Kristjánsson] hafi liðið til að vinna Svíþjóð,“ segir hann.
„Svíar voru skelfilega slakir í æfingaleiknum gegn Dönum um helgina. Þeir halda tryggð við 6-0 vörnina sína og ég sé ákveðna möguleika í stöðunni fyrir íslenska liðið.“
Nyegaard segir að Ísland eigi öflugt lið sem hafi þó sína vankanta.
„Til þess að komast í allra fremstu röð þarftu að vera með markvörð sem er í minnst 35 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það er nauðsynlegt til að vinna spennandi leiki. Markverðir Íslands hafa átt góða leiki inn á milli en ég tel að þessi staða sé eina alvöru vandamál Íslands í dag. En það má laga margt með öflugri markvörslu.“
Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn