„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. janúar 2015 10:14 Orð Ásmundar eru gagnrýnd harðlega. „Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12