Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2015 18:41 Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira