Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2015 18:41 Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira