Peyton afhenti Luck kyndilinn 12. janúar 2015 11:00 Peyton óskar Andrew Luck til hamingju með sigurinn í gær. vísir/getty Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl. NFL Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Sjá meira
Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl.
NFL Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Sjá meira