Nyegaard: Hvar eru ungu mennirnir í íslenska liðinu? Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 18:45 Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný." HM 2015 í Katar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný."
HM 2015 í Katar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira