Óraunhæfar hugmyndir slitabúa meðal ástæðna fyrir töfum á afnámi hafta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 15:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira