Stefna á Coda stöð við Húsavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 17:26 Frá Húsavík en sveitarstjórn Norðurþings er spennt fyrir uppbyggingu og rekstri athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu. Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu.
Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira