Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 15:00 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur. HM 2015 í Katar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira