Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 15:00 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur. HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira